Máltakið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á svo sannarlega vel við um þegar börn landsþekktra einstaklinga feta í fótspor foreldra sinna í atvinnugreinum. Þegar börn alast upp við ákveðnar aðstæður er ekkert ólíklegt að það smiti út frá sér kynslóðanna á milli eins og með leiklist, söng og fótboltaáhuga, svo eitthvað sé nefnt.
Hér að neðan má sjá nokkur dæmi þess.
Tónlistarkonurnar og Eurovison-fararnir Sigga, Beta og Elín eru dætur tónlistarmannana Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþór Gunnarsson.

Leikara-mæðginin Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason.

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta á þrjá drengi, Sveinn Aron Guðjohnsen, Andra Lucas Guðjohnsen og Daniel Tristan Gudjohnsen. Sveinn og Andri hafa báðir spilað landsleiki fyrir íslenska landsliði.

Mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev eru báðar tónlistarkonur.

Dóttir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns sjálfstæðisflokksins, Margrét Bjarnadóttir, hefur smitast af pólítískum áhuga föður síns og óskaði eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í mars síðastliðnum.

Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttakona og spyrill í Gettu betur er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2.

Arnmundur Ernst Backman Björnsson leikari fetar í fótspor móður sinnar heitinnar, Eddu Heiðrúnar Backman leikkonu.

Fjölmiðlafeðginin, Páll Magnússon og Edda Sif Pálsdóttir.

Tónlistaráhuginn er sannarlega í blóð borinn hjá þeim Svölu Björgvins og Krumma verandi börn tónlistarmannins Björgvins Halldórssonar.

Sigurbjartur Sturla Atlason,leikari, er sonur leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar.

Knattspyrnufeðgarnir Eyjólfur Sverrisson og Hólmar Örn Eyjólfsson.

Tónlistar-feðgarnir Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson.
