Máltakið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á svo sannarlega vel við um þegar börn landsþekktra einstaklinga feta í fótspor foreldra sinna í atvinnugreinum. Þegar börn alast upp við ákveðnar aðstæður er ekkert ólíklegt að það smiti út frá sér kynslóðanna á milli eins og með leiklist, söng og fótboltaáhuga, svo eitthvað sé nefnt.

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi þess.

Tónlistarkonurnar og Eurovison-fararnir Sigga, Beta og Elín eru dætur tónlistarmannana Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþór Gunnarsson.

Ellen, Eyþór og dæturnar þrjár.
Mynd/Samsett

Leikara-mæðginin Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason.

Edda Björgvins og Björgvin Franz.
Mynd/Samsett

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta á þrjá drengi, Sveinn Aron Guðjohnsen, Andra Lucas Guðjohnsen og Daniel Tristan Gudjohnsen. Sveinn og Andri hafa báðir spilað landsleiki fyrir íslenska landsliði.

Eiður Smári Guðjohnsen og synir.
Mynd/Samsett

Mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev eru báðar tónlistarkonur.

Helga Möller og Elísabet dóttir hennar.
Mynd/Samsett

Dóttir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns sjálfstæðisflokksins, Margrét Bjarnadóttir, hefur smitast af pólítískum áhuga föður síns og óskaði eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í mars síðastliðnum.

Feðginin Bjarni og Margrét.
Mynd/Samsett

Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttakona og spyrill í Gettu betur er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2.

Arnar og Kristjana.
Mynd/Samsett

Arnmundur Ernst Backman Björnsson leikari fetar í fótspor móður sinnar heitinnar, Eddu Heiðrúnar Backman leikkonu.

Edda Heiðrún og Arnmundur Ernst.
Mynd/Samsett

Fjölmiðlafeðginin, Páll Magnússon og Edda Sif Pálsdóttir.

Páll og Edda Sif.
Mynd/Samsett

Tónlistaráhuginn er sannarlega í blóð borinn hjá þeim Svölu Björgvins og Krumma verandi börn tónlistarmannins Björgvins Halldórssonar.

Svala Björgvins, Björgvin Halldórsson og Krummi.
Mynd/Mummi Lú

Sigurbjartur Sturla Atlason,leikari, er sonur leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar.

Atli Rafn og Sturla Atlas.
Mynd/Samsett

Knattspyrnufeðgarnir Eyjólfur Sverrisson og Hólmar Örn Eyjólfsson.

Hólmar Örn og Eyjólfur.
Mynd/Samsett

Tónlistar-feðgarnir Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson.

Stebbi Hilmars og Birgir Steinn.
Mynd/Samsett