Fjörugar og mjög svo á­huga­verðar um­ræður fara nú fram í Face­book-hópnum Tra­vel Iceland þar sem er­lendir ferða­menn nefna mestu von­brigðin við Ís­land.

Ís­land hefur verið í hópi heitustu á­fanga­staða Evrópu undan­farin ár og hafa milljónir ferða­manna komið hingað til lands á undan­förnum árum. Það skal strax tekið fram að yfir­gnæfandi meiri­hluti þeirra sem leggja orð í belg í þræðinum virðast hafa verið mjög á­nægðir með Ís­lands­heim­sóknina og þurfa jafn­vel að grafa djúpt eftir því að finna eitt­hvað nei­kvætt.

Nokkrir segja meira að segja að mestu von­brigðin hafi verið að yfir­gefa landið og því hafi þeir á­kveðið að setjast hér að. Ekki slæm með­mæli það.

Frétta­blaðið tók saman að gamni nokkrar at­huga­semdir í þræðinum.

Rigndi nánast allan tímann

„Veðrið var það sem pirraði mig mest. Ég var þarna í 22 daga og í hrein­skilni sagt þá var veðrið á­gætt í fimm daga. Dag­skráin frá degi til dags var skipu­lögð með til­liti til veðurs,“ segir portúgalskur karl­maður sem kom hingað til lands í haust.

Annar ferða­maður tekur í svipaðan streng. Hann var hér á landi fyrr í sumar og svo aftur núna í haust.

„Ég upp­lifði nánast það ná­kvæm­lega sama. Ég var hér í 22 daga í júní til júlí og það rigndi nánast allan tímann. Það var eins og rigningar­ský elti okkur allan tímann. Við erum núna að klára aðra 23 daga ferð og veðrið hefur heilt yfir verið frá­bært. Maður veit aldrei hvernig veður maður fær.“

Fleiri nefna veðrið, til dæmis kona sem kom yfir sumar­tímann og dvaldi í þrjár vikur.

„Ég bjóst ekki við því að veðrið yrði frá­bært en við sáum sólina þrisvar á 23 dögum. Einn daginn var fjögurra stiga hiti.“

Vont kaffi og fá salerni

Fólk nefnir svo ýmis önnur at­riði.

„Það var MJÖG erfitt að finna glúten­frían mat,“ segir banda­rísk kona sem kom hingað til lands.

„Kaffið, það var mjög vont alls staðar,“ segir mexí­kóskur karl­maður. Aðrir eru þó ekki sam­mála þessari full­yrðingu. „Mér fannst kaffið frá­bært og það besta var hvað það var heitt. Hérna í Banda­ríkjunum er kaffið oftar en ekki hland­volgt,“ segir einn.

„Löng ferða­lög um ó­byggðir án þess að komast nokkurs staðar á salerni. Að öðru leyti frá­bært,“ segir einn Banda­ríkja­maður.

„Það var mjög dýrt að fara út að borða. Það var í rauninni líka dýrt að borða heima,“ segir breskur karl­maður sem kom hingað til lands sem ferða­maður.

Óvenjulegt vandamál

Annar segist hafa orðið fyrir von­brigðum þegar hann sat fastur í um­ferðinni af ó­venju­legri á­stæðu. „Við sáum föst á þjóð­vegi í klukku­tíma þar sem nokkur hundruð kindur lokuðu veginum. Það var verið að smala en það var ekkert sem gaf til kynna að vegum yrði lokað vegna þess.“

Fólk nefnir svo fleiri at­riði, til dæmis lé­legt vöru­úr­val í mat­vöru­verslunum, glæfra­legt aksturs­lag fólks, veggja­krot á byggingum í Reykja­vík og mikinn fjölda ferða­manna.

Svo eru þeir sem finna ekkert nei­kvætt við landið. „Ég var ekki fúl með neitt. Ég get ekki sagt það um neinn annan á­fanga­stað og ég hef ferðast mikið.“