Söngkonan Rihanna hefur lengi verið þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir í fatavali, alltaf verið rómuð fyrir að vera frumleg og klæða sig nákvæmlega eftir eigin smekk. Hún heldur mikið upp á sólgleraugu og skartar þeim allt eins líka á kvöldin.

Rihanna er ein þekktasta söngkona í heimi og er ótrúlega frumleg og glæsileg þegar kemur að fatavali. Hún fílar að klæða sig í einlit þegar hún er á rauða dreglinum og rak sitt eigið fatamerki, Fenty, sem er eftirnafn hennar. Síðustu árin hefur hún einnig reynt fyrir sér í leiklistinni við góðan orðstír. Tískuspekúlantar erlendis hrósa henni í bak og fyrir, fyrir það hve óhrædd hún er við að velja föt sem eru öðruvísi og jafnvel ögra, þótt smekkur hennar sé eflaust ekki allra.

Götustíllinn hjá Rihönnnu er alltaf frumlegur og töff.
Ótrúlega flott í kjól frá franska merkinu Saint Laurent.
Söngkonan heldur mikið upp á sólgleraugu með lítilli umgjörð.
Í hvítu að kynna bókina „Rihanna“, sem kom út fyrir tveimur árum.
Mætt á frumsýningu Ocean's 8 í kjól frá franska merkinu Poiret.
Rihanna er líka dugleg með að prufa sig áfram með öðruvísi og litríka förðun.
Klúturinn yfir derhúfuna setur punktinn yfir i-ið, þótt þetta lúkk sé vafalaust ekki allra.
Á röltinu í New York í kjól frá hennar eigin merki, Fenty.
Aldrei þessu vant með sólgleraugu í stærri kantinum og „saddle“-tösku frá Dior.
Í mintugrænum kjól frá hennar eigin merki, Fenty.