Lög­fræðinga­t­eymi popp­stjörnunnar Brit­n­ey Spears fékk meira en milljón Banda­ríkja­dollara í greiðslur í fyrra vegna gæslu­mála popp­stjörnunnar. Það er E News! sem greinir frá þessu en gögn um eyðslur söng­konunnar er að finna í nýjum dóms­gögnum.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa að­dá­endur söng­konunnar á­hyggjur vegna áður­nefndra gæslu­mála. Söng­konan var svipt sjálf­ræði árið 2008 til föður síns, Jamie Spears sem hefur haft for­ræðið og annast hennar mál sem svo­kallaður lög­ráða­maður allar götur síðan.

Fregnirnar vekja ekki síst at­hygli í ljósi þess að hreyfingin sem kennir sig við frelsi söng­konunnar verður æ há­værari á sam­fé­lags­miðlum. Hefur hreyfingin haldið því fram að söng­konan sé líkt og gísl föður síns, sem þó segir að það sé fjarri lagi.

Fram kemur í gögnunum að Jamie, faðir Brit­n­ey, fái 128 þúsund Banda­ríkja­dollara fyrir hlut­verk sitt sem for­ráða­maður söng­konunnar, eða því sem nemur rúm­lega 17,5 milljónum ís­lenskra króna.

Þá segir í gögnunum að ekki fari allur peningur söng­konunnar í gæslu­mál hennar. Þannig kemur fram í frétt E að söng­konan hafi meðal annars eytt hundruð þúsunda í vörur úr versluninni Target og nudd árin 2016 til 2018.

Haft er eftir föður hennar að gögnin sanni að hann steli ekki eyri frá dótturinni. „Ég þarf að til­kynna hverja einustu krónu til dóm­stóla á hverju einasta ári. Hvernig í fjandanum ætti ég að stela ein­hverju?“ segir hann.

„Það er dóm­stólsins í Kali­forníu að á­kveða hvað er best fyrir dóttur mína. Það kemur engum öðrum við,“ segir hann.

Brátt mun dóm­stóll kveða upp úr­skurð um það hvort gæslu­málum söng­konunnar verði haldið ó­breyttum eður ei. Þá kemur í ljós hvort söng­konan muni þurfa að sætta sig við svipt for­ræði lengur en til 22. ágúst næst­kom­andi.