Vatn og blóð er nýtt vídeóverk eftir Gjörningaklúbbinn, sem sækir innblástur í líf og list Ásgríms Jónssonar listmálara. Í verkinu mætir fortíðin nútímanum þar sem sköpunarkrafturinn, innsæið og náttúran skipa stóran sess í óræðum heimi.

Kvennaþingskonur sem hittast árlega uppáklæddar mættu fylktu liði í Listasafn Íslands. Mynd/Aðsend

Fengu aðstoð sjáanda við gerð verksins

Við undirbúning verksins var sjáandi fenginn til að komast í tengsl við Ásgrím sem tjáði sig um orkuna sem býr í listinni og sameiginlega þörf listamanna fyrir að skapa.

Þetta er í annað sinn sem Gjörningaklúbburinn nýtur aðstoðar miðils við undirbúning á verki, en fyrst var það við gerð þátttökugjörningsins Sálnasafn árið 2016, og heitið sem myndlistarkonurnar í Gjörningaklúbbnum hafa gefið aðferðinni er miðill-miðill.

Magnús og Lárus stoltir eiginmenn þeirra Eirúnar og Jóníar létu sig auðvitað ekki vanta. Mynd/Aðsend

Einn langlífasti myndlistarhópur landsins

Gjörningaklúbburinn sem er skipaður þeim Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur er einn langlífasti myndlistarhópur landsins og á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim, þar á meðal í ARoS-listasafninu í Danmörku og MoMA-samtímalistasafninu í New York.

Eirún ásamt Elísabetu og Magneu. Mynd/Aðsend

Vel heppnuð opnun

Það var mál manna að opnunin hafi tekist einstaklega vel þar sem þær Eirún og Jóní léku á tónskálar og héldu þrusuræðu. Kvennaþingskonur, hópur kvenna sem hist hefur árlega í nánast þrjá áratugi fjölmenntu á opnunina og settu sinni svip á daginn og voru gestir almennt yfir sig hrifnir af tilkomumiklu vídeóverkinu sem þær stöllur unnur í samstarfi við listamenn úr öllum listgreinum.

Myndlistarkonurnar Anna Júlía og Karlotta. Mynd/Aðsend
Anna, Sólrún og Margrét. Mynd/Aðsend
Auður Edda, Jóní og Sigurlína. Mynd/Aðsend
Jóní, Júlía, Anna Sif og Eirún. Mynd/Aðsend
Freyr Lárusson kemur fram í vídeóverkinu Vatn og blóð. Mynd/Aðsend
Myndlistarmennirnir Fritz og Logi. Mynd/Aðsend
Myndlistarkonurnar Jóní og Eirún hafa staðið bak í bak í 23 ár. Mynd/Aðsend