Svo virðist vera sem Lafði Gabríella Windsor, frænka Elísa­betar Bret­lands­drottningar heitinnar, hafi fallið í yfir­lið á minningar­at­höfn um drottninguna í London í gær.

Breska götu­blaðið The Sun full­yrðir þetta í hið minnsta fullum fetum og birtir myndir af meintu yfir­liði frænkunnar. Kom eigin­maður hennar, Thomas King­ston henni til að­stoðar á meðan en enn var verið að bera kistu Elísa­betar inn þegar þetta gerðist.

Þá lætur breska götu­blaðið þess getið að lafðin hafi ekki sést á fleiri myndum á at­höfninni og hafi að lokum verið leidd út af eigin­manni sínum. Gabríella er í 54. sæti yfir erfingja krúnunnar og er dóttur prinsins Michael af Kent.

Skjáskot/The Sun
Skjáskot/The Sun