„Þegar ég sé um­ræðuna sem skapast nú um trans­fólk í fjöl­miðlum í kjöl­far trans­fóbískrar af­stöðu þeirra sem stjórna málum í sund­heiminum, rifjast upp gamli kvíðinn sem ég upp­lifði alla tíð þegar mál­efni sam­kyn­hneigðra voru rædd. Sér­stak­lega áður en ég kom út úr skápnum.“

Svona hefst stöðu­upp­færsla Felix Bergs­sonar á Twitter sem hann skrifar í kjöl­far á­kvörðunar Al­þjóða­sund­sam­bandsins, FINA um að banna trans­fólki að keppa í karla- og kvenna­­flokki. Sund­sam­band Ís­lands greiddi at­kvæði með til­lögunni.

Felix segir að um­ræðan sem er að eiga sér stað núna minna mikið á þá for­dóma sem sam­kyn­hneigðir upp­lifðu á árum áður.

„Þetta var um­ræðan sem negldi okkur svo mörg inní skápinn, um­ræða byggð á hatri, vanku­náttu og botn­lausum for­dómum. Sjálf­skipaðir fræðingar ruddust fram og vissu allt um okkur "kyn­villingana", kyn­hegðan okkar, ástar­líf, meinta geð­veiki, hvernig við smituðum hvert annað af ó­eðli­legum hugsunum, hvernig við plötuðum börn til fylgi­lags, hvernig við lögðumst á börn, hversu tak­markaðar lífs­líkur okkar væru vegna í­myndaðrar kyn­hneigðar okkar, hvernig gvuð væri að refsa okkur, hvernig við gætum ekki verið fjöl­skylda og alið upp eðli­leg börn og svo fram­vegis og svo fram­vegis.“

Hann segist finna til með öllu hin­segin fólki og að­stand­endum þeirra þegar svona stormur geysar.

„Sér­stak­lega hugsa ég til trans­fólks og kyn­segin ein­stak­linga. Hatrið í garð þeirra er gjör­sam­lega yfir­gengi­legt. Skorturinn á sam­kennd al­gjör. Skömmin þeirra sem leiða þessa um­ræðu er mikil.“

Hann biðlar til trans­fólks að gefast ekki upp og segir að stormurinn muni ganga yfir.

„Þess vegna vil ég bara segja - munið að þið eruð ekki ein. Við erum miklu fleiri sem styðjum bar­áttu ykkar fyrir mann­virðingu og eðli­legu lífi á ykkar for­sendum. Gefist ekki upp. Sækið ykkur stuðning og ljós. Við munum sigra að lokum. Þessi stormur gengur yfir.“

„Lifi ljósið,“ skrifar hann að lokum.