Lífið

Fal­legum hommas­leik í Ó­færð fagnað

Heldur dró til tíðinda í næst síðasta þætti Ó­færðar í gær­kvöld en það sem helst stendur upp úr að mati Felix Bergs­sonar er langur, blautur og inni­legur koss Víkings og Ebo. Hann segir „dá­sam­legt að fá svona fal­legan hommas­leik,“ í sjón­varpi allra lands­manna.

Felix Bergson fagnar ákaflega löngum og innilegum kossi homanna Víkings og Ebo í Ófærðarþætti gærkvöldsins og vill sjá meira svona í „sjónvarpi allra landsmanna.“

Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, lýsir mikilli ánægju með langan og innilegan koss Víkings og Ebo í næst síðasta þætti Ófærðar 2 sem sýndur var á RÚV í gærkvöld.

„Dásamlegt að fá svona fallegan hommasleik á primetime í sjónvarpi allra landsmanna. Hafiði pælt í hvað þetta gerist sjaldan? Meira af þessu! #ófærð,“ skrifar Felix á Twitter 

Kossar samkynhneigðra eru vissulega sjaldséðir í íslensku dagskrárefni og engum blöðum um að fletta að þessi ófærðarkoss þeirra Víkings og Ebo er tímamótasleikur.

Vegan vandræðaunglingur

Heldur betur dró annars til tíðinda í þættinum og spennan er að ná hámarki þannig að áhorfendur fóru margir hverjir á yfirsnúning á Twitter í gærkvöld og beindu spjótum sínum enn og aftur ekki síst að Þórhildi, dóttur Andra löggu, sem virðist hafa fest sig rækilega í sessi sem leiðinlegasti unglingur íslenskrar kvikmyndasögu.

Stúlkunni, sem Elva María Birgisdóttir leikur, er þó ekki alls varnað og á Facebook-hópnum Vegan Ísland þykir fólki augljóst að stúlkan er vegan og láti ekki hvað sem er ofan í sig og alls ekki rækjusamlokur eins og kom á daginn í þættinum í gærkvöld.

Þá rennir ósk hennar um dökkt súkkulaði í vegasjoppu stoðum undir þessa kenningu auk þess sem glöggir áhorfendur hafa rekið augun í veggspjöld gegn neyslu dýraafurða á veggjunum í herbergi hennar.

Samfélagsleg meðvitund og ábyrgð persónunnar og handritshöfundanna hrekkur þó skammt þar sem þeir sem finna Þórhildi flest til foráttu halda matvendninni gegn henni á Twitter.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sjöundi í Ófærð: „Latt sæði“ og dauðir fiskar

Lífið

Krepptur bangsi og ófær sorp­­flokkun á Sigló

Lífið

Alveg ó­fært að sjá Króla og Jóa­Pé beita of­beldi

Auglýsing

Nýjast

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Hundar skilja ótrúlega margt

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Gott hundafóður skiptir öllu

Fiskeldi er sjálfbært og afturkræft

Auglýsing