Halda mætti af mynd á Facebook síðu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, að hann ræki hundahótel. Þar má sjá hvorki meira né minna sex hunda liggja makindalega á stofugólfinu -hjá honum.

Hundarnir eru síður en svo af minni gerðinni; sex golden retriever og einn pug. Þeir virðast hvorki vera stressaðir fyrir óveðrinu sem á að ganga yfir landið í dag, né kippa sér upp við umræðurnar sem hafa spunnist upp undir myndinni.

Þar segist Ásmundur Einar vera löngu hættur að telja hversu margir hundarnir á heimilinu eru og vísar öllum fyrirspurnum um hundahald í burtu.