Banda­ríski tón­listar­maðurinn Dave Navar­ro er enn að glíma við eftir­köst Co­vid-19 þó að hálft ár sé síðan hann greindist með veiruna og veiktist.

Eftir­köst vegna Co­vid-19 eru þekkt og virðist veiran leggjast mis­jafn­lega þungt á fólk. Á meðan sumir finna varla fyrir ein­kennum veikjast aðrir mikið og enn aðrir glíma svo við eftir­köst mánuðum saman.

Dave Navar­ro er einn þeirra en þessi 54 ára gítar­leikari Jane‘s Addiction lýsti reynslu sinni í Insta­gram-færslu á dögunum. Í færslunni sagðist hann í raun hafa glímt við stöðugt veikindi síðan í desember síðast­liðnum þó að veiran finnist ekki lengur í líkama hans.

Navar­ro lýsti dæmi­gerðum ein­kennum eftir­kasta Co­vid-19, til dæmis mikilli þreytu og al­mennu sleni.

Hvatti hann aðra í sömu sporum til að leita stuðnings hjá ást­vinum því eftir­köstin geti verið erfið og reynt á sálar­tetrið. Þá sagði Navar­ro að hug­leiðsla, jóga og hlátur hefði hjálpað honum að komast yfir erfiðasta hjallann.