„Besta ákvörðun lífs míns,“ segir fyrirsætan Chrissy Teigen í myndbandi af bótox aðgerð sinni á Instagram. „Loksins get ég gengið í silki án þess að verða rennandi sveitt,“ bætti hún við. Teigen var frá sér numin eftir aðgerðina í myndbandinu og telur hún ólíklegt að hún muni sjá eftir bótoxinu í náinni framtíð. Bótox er iðulega sprautað í handarkrika til að minnka svita.

Ekki fyrsta aðgerðin

Teigen hefur áður talað opinberlega um handarkrika sína en árið 2017 greindi hún frá því að hún hafi látið fjarlægja fitu í kringum handarkrika sína árið 2008. „Það er risa leyndarmál, en mér er alveg sama. Þetta var fyrir níu árum og núna er þetta allt komið aftur,“ sagði Teigen í viðtalið við Refinery og bætti við að hún myndi bráðum þurfa að borga aftur fyrir fitusog.

Stjörnulæknirinn Jason Diamond sprautaði bótoxinu í handarkrika Teigen. Hann virðist vera í miklu uppáhaldi hjá Hollywood stjörnunum og eru meðal annars Kardashian systurnar tíðir gestir hans. 

Hér má sjá skjáskot af aðgerðinni.
Mynd/Instagram