„Vandamálið er stórt en þetta mun takast, ný tækni mun laga kúrsinn og gegna lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsbreytingar og aðrar samfélagslegar áskoranir í framtíðinni. Hagfræðin hefur verið að bregðast okkur,“ sagði Friðrik R. Jónsson verkfræðingur og frumkvöðull í dag á Janúarráðstefnu Festu.

Friðrik sagði ennfremur að vegna þess hve heimurinn væri ófullkominn, væri endalaust hægt að endurbæta þar. Hann hvatti unga frumkvöðla að huga að sjálfbærni og að Ísland sé kjörlendi nýsköpunar.

Auk Friðriks héldu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna erindi.

Fundarstjóri var Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu. Í kjölfar erinda fóru fram þrjár umræðustofur þar sem lögð var áhersla á umræðu um nýsköpun á sviði sjálfbærni og þær breytingar sem eru framundan á lögum og kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja.

Eins og má sjá á myndunum hér að neðan var fjölmennt á ráðstefnunni og góð stemning.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar.
Fréttablaðið/Valli
Friðrik R. og Áslaug Arna.
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli