Helgarblaðið

Fékk óskastein í kveðjugjöf

Hann Tjörvi Brink Antonsson er að hætta í leikskólanum og því fylgir bæði hasar og hátíð.

Tjörvi með óskasteininn um hálsinn og stríðsstrikin á kinnunum Fréttablaðið/Anton Brink

Tjörvi Brink er sex ára. Hann er með svört strik á kinnunum þegar ég hitti hann.

Hvers vegna? Af því að það var stríð í leikskólanum.

Var stríð? Já, vatnsstríð.

Segðu mér meira. Hverjir voru í vatnsstríði? Kennararnir.

Voru þeir með vatnsbyssur? Nei, þeir voru með vatn í fötum og skvettu hver á annan.

En þið krakkarnir, hvað gerðuð þið? Við vorum bara í sandkassanum.

Er þetta svona á hverjum degi? Nei, bara einu sinni á ári.

Hvað heitir þessi leikskóli? Laufásborg. Ég byrjaði þar þegar ég var tveggja ára.

Ætlar þú að vera lengi enn? Ég hætti eftir sex daga. Það var sumarhátíð í Laufásborg og þá sungum við krakkarnir sem erum að hætta lagið Þannig týnist tíminn. Lay Low kom og söng með okkur. Svo sungum við líka Viðlagið, við bjuggum það til sjálf en það var kennari sem hjálpaði okkur.

Heldurðu að þú saknir leikskólans? Já. Ég fékk kveðjugjöf í gær. Það var óskasteinn sem heitir agat. Hann er í litlum poka og líka miði þar sem stendur allt um það sem fylgir þessum steini, það er nefnilega gott að eiga hann.

En hvaða skóla ferðu í í haust? Mýrarhúsaskóla því ég á heima á Seltjarnarnesi.

Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég ætla að kíkja í sumarbústað úti í skógi og örugglega fara í sund.

Ertu góður að synda? Já, og kafa.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera. Allt. Kannski vera á hjólabretti. Ég var á hjólabrettanámskeiði um daginn. Það var gaman.

Dastu oft? Ég hef dottið.

En þekkir þú einhverja fugla? Já, ég þekki skógarþröst, steindepil, starra, fálka, smyril, skúm og kríu.

Veistu hvaða fugl er hættulegastur? Haförninn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Helgarblaðið

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Helgarblaðið

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Auglýsing

Nýjast

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Auglýsing