„Alz­heimar er orðið al­gengt meðal fyrrum fót­bolta­leik­manna,“ segir María Björns­dóttir sjúkra­þjálfi í þættinum Undir yfir­borðið í kvöld en hún fékk sjálf heila­hristing í körfu­bolta­leik og er 75 prósent ör­yrki í dag.

„Það var enginn á staðnum sem hafði þekkingu sem var nógu djúp til að kippa mér úr leik.“

María segir ýmis­legt nýtt hafa komið fram varðandi fyrstu við­brögð við heila­hristing og hver al­var­legar af­leiðingarnar geta orðið. Það sé til dæmis al­rangt að halda fólki vakandi og það sé ekki gott að fólk loki sig af í myrku her­bergi.

María gefur einnig ýmis góð ráð varðandi leiðir til bata og segist hafa öðlast dýr­mætan þroska sem hún hefði ekki viljað vera án.

Hér er klippa úr þættinum sem verður sýndur á Hring­braut í kvöld kl. 19:30.