Netverjinn JP Brammer var staddur í íbúðinni sinni í Brooklyn hverfi í New York nú á dögunum þegar gæludýr nágrannans, tveir hundar og einn köttur, mættu skyndilega í óvænta heimsókn til Brammer sem tísti um það á meðan það gerðist í ansi skemmtilegum tístum.

Þannig lýsir Brammer því hvernig hurðarnar á íbúðunum í blokkinni þar sem hann býr eru ansi lélegar og tókst hundunum og kettinum ítrekað að opna hurðina á íbúð eigandans og banka upp á hjá honum, þrátt fyrir endurteknar tilraunir hans til að loka þau inni.

Brammer endaði á að festa hurðina með bandi til að halda henni fastri og halda dýrunum inni í íbúðinni sinni en hann segist hafa verið ansi stressaður vegna þess hve langan tíma það tók eigandann að koma heim.

„Ég hugsaði bara að þeir væru dauðir. Að þeir væru bara í svefnherberginu eða eitthvað og að það væru lík inn í svefnherbergi og svo var þessi Twitter þráður að springa út svo ég fékk stresskast,“ segir Brammer en allt endaði þó á góðum nótum, eigandinn kom heim og hægt er að hlæja að þessum fyndnu tístum.