Árið 2008, þegar Hayley starfaði sem einkaþjálfari í London, las hún grein um bágborið heilsufarsástand borgarbirna. Í fræðigreininni kom fram að borgarbirnir, sem sækja í mat úr ruslatunnum borgarbúa, lifðu 10 árum skemur en villtir frændur þeirra sem borðuðu náttúrulegt fæði. Að auki þá voru borgarbirnirnir að meðaltali 30% þyngri en þeir villtu og hreyfðu sig 25% minna en þeir sem lifðu í skóginum.

Eftir að hafa lesið greinina ákvað Hayley að stofna BEAR Snacks þar sem markmiðið var að þróa hollt snarl fyrir börn. „Ég ákvað að búa til vörur sem væru með fá en holl hráefni,“ útskýrir Hayle. Hún ákvað að þróa vörulínu þar sem hráefnin kæmu beint frá náttúrunni. „Markmiðið var að þróa hollt snarl fyrir börn sem væru án allra aukaefna,” segir Hayley. „Þetta byrjaði út frá ástríðu minni að hjálpa fólki að verða heilbrigðara,” útskýrir Haley og bendir á flestir eigi í vandræðum með að lesa innihaldslýsingar á matvælum. „Það er mikið af svokölluðu hollu snarli þarna úti en þegar þú skoðar innihaldslýsinguna þá sérðu að það er mikið af aukaefnum,“segir Hayle. „Þegar fólk getur ekki lesið innihaldslýsingar á vörum þá gefst það oft upp,” segir Hayle og bætir við að þetta hafi verið sitt tækifæri til að þróa vörulínu fyrir börn þar sem foreldrar geti treyst innihaldinu.

FBL StudioZilalila x BEAR x BlydePR-002.jpg

Árið 2009 hóf Hayley að þróa holla vörulínu án allra aukaefna. Sama ár kynnti Hayley BEAR ávaxtanammið þar sem heilir ávextir eru bakaðir á vægum hita í langan tíma í venjulegum ofni. „Við tínum alla okkar ávexti á réttum árstíma. Og við notum allan ávöxtinn, ekki bara safann og að sjálfsögðu aldrei þykkni,” segir Hayley. „Það sem gerir vöruna einstaka er að það eru engin aukaefni í vörunni, aðeins ávextir þar sem næringarefnin haldast í vörunni. Þess vegna er ég svo stolt af vörunni því hún inniheldur hvorki þykkni né viðbættan sykur. Nú geta foreldrar gefið börnunum sínum þurrkaða ávexti sem eru jafn hollir og ávextirnir sjálfir.“

Í dag er BEAR einn stærsti framleiðandi af ávaxtanammi í heiminum. „Ávaxtarúllurnar eru ennþá handskornar í verksmiðjum okkar í S-Afríku þar sem gæðin í ávöxtunum eru framúrskarandi,“segir Hayley og bætir við að einn pakki af BEAR ávaxtarúllum sé sama og einn ávöxtur. Hayley segist vera ánægð að hafa þróað bragðgott ávaxtanammi sem hefur orðið til þess að börn eru að borða meira af ávöxtum í dag.

FBL Girl_lunch_2singles.jpg