Lífið

Fáðu gæsahúð yfir Malek í hlutverki Freddie Mercury

Fyrsta stiklan úr væntanlegri kvikmynd um hljómsveitina Queen var frumsýnd í dag. Kvikmyndin kallast Bohemian Rhapsody eftir einu frægasta lagi hljómsveitarinnar og áætlað er að frumsýna kvikmyndina í nóvember.

Skjáskot úr stiklunni sem var frumsýnd í dag. Kvikmyndin er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember.

Fyrsta stiklan úr væntanlegri kvikmynd um hljómsveitina Queen var frumsýnd í dag. Kvikmyndin kallast Bohemian Rhapsody eftir einu frægasta lagi hljómsveitarinnar og áætlað er að frumsýna kvikmyndina í nóvember.

Leikarinn Rami Malek leikur hinn goðsagnakennda Freddie Mercury en kvikvmyndin fjallar að miklu leyti um sögu hans, ásamt því að auðvitað fjalla um hljómsveitina og vegferð þeirra að algerri heimsfrægð á sínum tíma. Þá segir í frétt Rolling Stone um myndina að hún endi á frægum hljómleikum þeirra á Live Aid tónleikunum á Wembley leikvanginum árið 1985.

Að auki við Malek leikur Ben Hardy trommarann Roger Taylor, Gwilym Lee leikur gítarleikarann Brian May og að lokum er síðan Joseph Mazzello sem leikur bassaleikarann John Deacon. 

Hér að neðan er síðan hægt að sjá stikluna sem var frumsýnd í dag. 

Kvikmyndin hefur verið nokkra tíð í bígerð og stóð fyrst um sinn til að leikarinn Sacha Baron Cohen léki Mercury, en hann hætti við það árið 2013. Árið 2016 var síðar tilkynnt að leikstjórinn Bryan Singer hefði tekið að sér leikstjórn og að hann hefði ráðið Malek í aðalhlutverkið. Singer var síðan rekinn eftir ítrekaða fjarveru frá tökum og var leikstjórinn Dexter Fletcher ráðinn í hann stað.

Leikarinn Rami Malek á Met ballinu í New York fyrra. EPA/JUSTIN LANE

Hér að neðan er síðan hægt að sjá færslu af Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Þar er hægt að fylgjast með fréttum af hljómsveitinni og kvikmyndinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Tíska

Hildur Yeoman í Hong Kong

Auglýsing

Nýjast

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Hef sofnað á ýmsum skrýtnum stöðum

Auglýsing