Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem oftast er einfaldlega þekkt sem Hildur, lenti heldur betur í kröppum dansi í dag þegar hún mætti í útvarpsviðtal í Hollandi, en söngkonan tjáir sig um atvikið í Twitter færslu, sem má sjá hér að neðan.

Hildur uppgötvaði það eftir að viðtalið hafði átt sér stað að útvarpsmaðurinn hafði ruglað henni saman við tónskáldið Hildur Guðnadóttur, sem meðal annars samdi tónlistina fyrir Hollywood myndina Sicario: Day of Soldado.

Vegna þessa fékk Hildur að mestu spurningar sem snerust að stjórn hennar á sinfóníuhljómsveitum og sellóspili hennar, en eins og hún bendir á í færslunni spilar hún reyndar á hljóðfærið en það er ekki meginuppistaðan í lögum hennar.

„Var í frekar löngu útvarpsviðtali í Hollandi, smá hissa á sumum spurningum t.d. hvort ég hefði stjórnað sinfóníuhljómsveit og hvað var mikill fókus á selló (sem ég reyndar spila á).

Fattaði eftirá að útvarpsmaðurinn hélt að hann væri að taka viðtal við Hildi Guðnadóttur. Flott.“