Lífið

Fattaði eftir á að hún var röng Hildur

Tónlistarkonunni Hildur fannst útvarpsviðtal dagsins í Hollandi nokkuð undarlegt en hún áttaði sig svo á því að útvarpsmaðurinn hafði ruglast á henni og tónskáldinu Hildi Guðnadóttur.

Hildur Guðnadóttir og Hildur Kristín. Fréttablaðið/Samsett/Ernir

Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem oftast er einfaldlega þekkt sem Hildur, lenti heldur betur í kröppum dansi í dag þegar hún mætti í útvarpsviðtal í Hollandi, en söngkonan tjáir sig um atvikið í Twitter færslu, sem má sjá hér að neðan.

Hildur uppgötvaði það eftir að viðtalið hafði átt sér stað að útvarpsmaðurinn hafði ruglað henni saman við tónskáldið Hildur Guðnadóttur, sem meðal annars samdi tónlistina fyrir Hollywood myndina Sicario: Day of Soldado.

Vegna þessa fékk Hildur að mestu spurningar sem snerust að stjórn hennar á sinfóníuhljómsveitum og sellóspili hennar, en eins og hún bendir á í færslunni spilar hún reyndar á hljóðfærið en það er ekki meginuppistaðan í lögum hennar.

„Var í frekar löngu útvarpsviðtali í Hollandi, smá hissa á sumum spurningum t.d. hvort ég hefði stjórnað sinfóníuhljómsveit og hvað var mikill fókus á selló (sem ég reyndar spila á).

Fattaði eftirá að útvarpsmaðurinn hélt að hann væri að taka viðtal við Hildi Guðnadóttur. Flott.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Lífið

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Matur

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Auglýsing

Nýjast

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Dásamlegar heimagerðar beyglur

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Crowninn eins og elsta barnið

Auglýsing