Fólk

Fatalína Biebers seldist strax upp

Söngvarinn Justin Bieber hefur hannað sportlegan klæðnað undir merkinu Drew. Fötin hafa slegið í gegn hjá unga fólkinu þótt verðmiðinn sé í hærra lagi. Fötin eru í anda söngvarans, víð og frjálsleg.

Justin Bieber hefur gengið í broskallabol eftir sjálfan sig síðan í haust. GC Images

Línan er framleidd undir merkjum Drew House. Broskallar eru í merki Drew á bolum og hettupeysum. Litirnir eru gulir og ljósbrúnir. Frá því var greint í nóvember að Justin hefði hug á að setja á markað eigið fatamerki. Nafnið Drew sækir hann í sitt eigið nafn þar sem það er millinafn hans. Hönnunin hefur staðið yfir í eitt ár en hefur loksins litið dagsins ljós. Fötin komu í takmörkuðu upplagi og aðeins í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þau henta fyrir bæði kynin og kosta frá 48 dollurum fyrir bol sem er um 5.800 krónur upp í 148 dollara fyrir buxur eða 17.800 krónur. Allar vörurnar sem komu fyrst á markað eru uppseldar samkvæmt heimasíðu Drew House.

Justin Bieber og eiginkona hans, Hailey Bieber fyrirsæta, hafa verið dugleg að setja innlegg á Instagram um fatalínuna. Justin klæddist lengi vel íslenskri hönnun frá Inklaw Clothing, 66°North og JÖR. Kannski hann hafi fengið einhvers konar hugmyndaljómun í íslensku fötunum. Bieber hefur alltaf verið hrifinn af frjálslegum fatnaði.

Bieber er langt í frá sá eini frægi sem hefur hannað tískulínu. Það virðist reyndar vera í tísku um þessar mundir að koma með eigin hönnun á markað. Rihanna hefur nýlega sent frá sér nýtt fatamerki sem hefur verið vel tekið, Nicki Minaj gerði tískulínu fyrir Kmart árið 2013 og er þá aðeins lítið brot nefnt af því fræga fólki sem hefur komið nálægt tískuheiminum. Svo má ekki gleyma Victoriu Beckham sem einu sinni gerði garðinn frægan með Spice Girls en er nú einn af vinsælustu tískuhönnuðum heimsins.

Bieber verður 25 ára þann 1. mars næstkomandi en var aðeins 14 ára þegar hann var uppgötvaður og er fyrsta alþjóðlega stjarnan sem til verður á YouTube.

Nýja línan sem Justin Bieber hannaði seldist upp í hvelli þótt fötin séu ekki ódýr.
Stuttbuxur Biebers fyrir þá sem þora.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Freistandi konudagsréttir

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Fólk

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Upplifa enn mikla skömm

Auglýsing