Öku­þórarnir í Fast & Furious ætla út í geim í níundu myndinni, ef marka má um­mæli leik­konunnar Michelle Rodrigu­ez í nýju við­tali þar sem hún var spurð út í fram­leiðslu myndarinnar.

Eins og les­endur vísast þekkja til hefur kvik­mynda­bálkurinn þróast gríðar­lega allt frá því að fyrsta Fast & Furious myndini skartaði þeim Vin Diesel, Paul Wal­ker og Michelle í aðal­hlut­verkum árið 2001.

Níunda kvik­myndin er væntan­leg í kvik­mynda­hús á næsta ári og mun Justin Lin fara með leik­stjórnar­taumana. Telja margir að það sé einungis eitt sem kvik­mynda­bálkurinn eigi eftir að gera; fara út í geim.

„Ó, hvernig komstu að þessu? Fólk fer að tala um þetta á bak­við tjöldin maður. Þegar kvik­myndir koma ekki út og fólk gleymir sér komast hlutirnir í loftið,“ segir Rodrigu­ez en þarna vísar hún til þess að fram­leiðslu myndarinnar var frestað vegna yfir­standandi heims­far­aldurs.

„Enginn átti að vita þetta...en jæja, nei, ég fer ekki, ég er ekki nógu heppin til að komast í geiminn, en við fengum kven­kyns hand­rits­höfund og það fer mikil ást í þessa. Við gátum veitt konunum að­eins meiri at­hygli í þessari. Og ég er von­góð um að það muni sjást að lokum.“