Ástin blómstrar hjá fleirum en Brit­n­ey Spears, sem til­kynnti um trú­lofun sína á sunnu­daginn. Nú hefur hin 41 árs gamla Jordana Brew­ster, sem þekktust er fyrir leik sinn í Fast and the Furious seríunni greint frá því að hún sé trú­lofuð. Unnusti hennar er hinn 44 ára gamli Mason Morfit en hann er for­stjóri fjár­festingar­sjóðsins Valu­eAct Capti­al og fyrrum stjórnar­maður hjá Micros­oft.

„❤️JB verður brátt JBM❤️," skrifaði Brew­ster á Insta­gram er hún greindi frá trú­lofuninni og vísaði þar til upp­hafs­stafa sinna. Tals­maður leik­konunnar stað­festi fregnirnar við Peop­le.

Brew­ster er þriðja frá vinstri á plakati fyrir níundu Fast and the Furious.
Mynd/Universal

Þetta verður annað hjóna­band Brew­ster sem var gift hinum 52 ára Andrew Form í 13 ár en þau skildu árið 2020. Þau eiga saman tvo syni, hinn 5 ára gamla Rowan og 8 ára gamla Juli­an.

Fyrst bárust fregnir af sam­bandi Brew­ster og Morfit í júlí í fyrra er sást til þeirra leiðast í Santa Moni­ca í Kali­forníu. Leik­konan greindi frá því í greini í Glamour í júní að hún og Morfit hefðu hist fjórum árum áður fyrr, er þau voru bæði gift. Þau tóku að stinga saman nefjum fjórum dögum eftir skilnað Brew­ster og Form. Síðan þá hafi þau hist reglu­lega og byrjað að velta fyrir sér hvernig „blanda mætti saman fjöl­skyldum okkar.“