Færa þurfti far­þega sem fóru í gegnum Eu­ston lestar­stöðina í Lundúnum yfir í aðra lest vegna kattar sem hafði komið sér tryggi­lega fyrir ofan á A­vanti West Coast lestinni sem var á leiðinni til Manchester-borgar síðast­liðinn þriðju­dag.

Kötturinn sást áður en lestin fór af stað en hann sat þar stjarfur. Lestar­gerðin sem um ræðir, Pendolino, ferðast á allt að 200 kíló­metra hraða á klukku­stund og fyrir ofan lestina voru há­spennu­kaplar og því ljóst að málið hefði geta endað illa.

Rölti rólegur í burtu

Málið vakti mikla at­hygli meðal net­verja en að því er kemur fram í tilkynningu Network Rail um málið tók það starfs­menn tvo og hálfan klukku­tíma að koma kettinum niður. Kötturinn kom loks niður þegar starfs­mennirnir höfðu sett tunnu við hlið lestarinnar.

„Sem betur fer drap for­vitnin ekki köttinn, og við erum á­nægð að hann komst hjá því að nýta eitt af sínum níu lífum,“ sagði stöðvar­stjóri Network Rail, Joe Hen­dry, eftir málið en hann sagði að þrátt fyrir að þau þurfi oft að taka á fugla­vanda sé þetta í fyrsta sinn sem köttur kemur við sögu.

Að sögn starfs­manna virtist kötturinn ekki hafa kippt sér mikið upp við at­vikið og rölti ein­fald­lega í burtu þegar hann komst niður. Ekki er vitað hvernig kötturinn komst upp á lestina.

CAT AVOIDS TRAIN SURFING HITCH HIKE FROM LONDON EUSTON TO MANCHESTER A cat had a lucky escape at London Euston station...

Posted by Robin Jones on Miðvikudagur, 3. mars 2021

Your best comment?

Posted by The Bash Mash on Miðvikudagur, 3. mars 2021