Hollywood leikarinn Jason Momoa og Lisa Bonet eru skilin eftir sextán ára samband. Parið hefur verið gift í fjögur ár og eiga saman tvö börn.

Vefmiðilinn TMZ greindi frá skilnaðinum eftir tilkynningu frá parinu á miðvikudag.

Momoa og Bonet segjast hafa fundið fyrir breytingum hjá sér líkt og í samfélaginu á þessum skrítnu tímum sem heimsfaraldurinn hefur verið.

„Þrátt fyrir að leiðir skilja í hjónabandi, heldur kærleikurinn áfram á milli okkar,“ segir í yfirlýsingu frá parinu um skilnaðinn. ,

Bonet var áður í sambandi með söngvaranum Lenny Kravitz, og eiga þau dótturina Zoe Kravitz.