Spænskir saksóknarar fara fram á að Kólumbíska söngkonan, Shakira verði dæmd í 8 ára fangelsi vegna stórfelldra skattsvika. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters en Söngkona er sökuð um að hafa svikið 14,5 milljónir evra undan skatti á Spáni.

Tímabilið sem saksóknarar segja að brotin hafi farið fram er frá árinu 2012 til 2014 en Shakira sjálf segir að hún hafi ekki búið á Spáni á þessum tíma.

Talsmenn Shakiru segja hana saklausa og að „þeir hafi fulla trú á að sakleysi hennar verði sannað“ og að málið sé allt saman á misskilningi byggt. Þá segist Shakira núþegar hafa greitt skattayfirvöldum allar útistanda skuldir en hún segist hafa greitt 17,1 milljónir evra til skattayfirvalda.

Shakira og Gerard Pique þótti eitt heitasta stjörnupar heims en þau hafa nú slitið hjónabandi sínu eftir að upp komst um framhjáhald Pique.
Mynd/getty

Shakira sem er 45 ára gömul og hefur selt meira en 80 milljónir platna á heimsvísu hefur verið mikið í fréttum síðan upp komst um framhjáhald fyrrverandi eiginmanns hennar Gerard Pique. Pique er fótboltamaður og spilar með Barcelona en upp komst að hann væri að halda móður liðsfélaga síns Gavi.

Söngkonan virðist því ekki eiga sjö dagana sæla þessa stundina en dagsetning fyrir réttarhöldin hefur ekki verið gefin upp.