Flor­ence Schecter segist hafa furðað sig á því að ekkert píku­safn væri til í ver­öldinni þegar hún upp­götvaði að til væri reður­safn á Ís­landi. Píku­safnið í London opnar á næstu vikum, verður stað­sett í Cam­den og hefst fyrsta sýningin þann 16. nóvember næst­komandi.

Í sam­tali við banda­ríska miðilinn Mas­hable segist Schecter hafa orðið fyrir nokkrum von­brigðum eftir að hún komst að því að ekki væri til neitt píku­safn í heiminum eftir að hafa upp­götvað reður­safnið á Ís­landi.

„Það er ekkert eigin­legt pláss sem er ein­göngu til­einkað píkum og fólki sem hefur þær,“ segir Schecter sem á­kvað við það til­efni að taka málin í eigin hendur. Hug­myndin kviknaði í mars 2017 og verður safnið að veru­leika með að­stoð hóp­fjár­mögnunar.

Fyrsta sýningin mun á ensku heita „Muff Busters“ og sam­kvæmt Shecter er til­gangur sýningarinnar að af­sanna mýtur sem til eru um píkuna. Hún segir megin­til­gang safnsins vera að fylla í þögnina sem ríki al­mennt um píkur.

„Það hefur al­var­legar af­leiðingar líkt og þær að fólk er ekki til læknis vegna heilsu sinnar, þar sem þeim finnst kannski ekki þægi­legt að tala um það, sækja sér ekki að­stoð þegar þær eru fórnar­lamb mis­not­knar og hefur í för með sér vanda­mál sem varða sam­þykki og getnað,“ segir Schechter.

Þá munu for­svars­menn safnsins styrkja alls­konar verk­efni sem tengjast kyn­heil­brigði og auk þess mun safnið starfa náið með læknum og aðilum í heil­brigðis­þjónustunni.

„Þetta er hluti líkamans sem ber að fagna,“ segir Schechter. „Safnið er frá­bær leið til að dreifa boð­skapnum um að það sé ekkert skömmustu­legt eða ó­þægi­legt við vagínur og vúlvur.“