Fjöl­miðla­konan Fann­ey Birna Jóns­dóttir, sem hefur stýrt um­ræðu­þættinum Silfrinu á RÚV á­samt Agli Helga­syni, er hætt sem stjórnandi þáttarins. Skarp­héðinn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri RÚV, stað­festir þetta í sam­tali við Vísi.

Morgun­blaðið greindi frá því þann 24. septem­ber síðast­liðinn að Fann­ey væri hætt í þættinum en Skarp­héðinn sagði það rangt í sam­tali við Vísi sama dag.

Skarp­héðinn segir við Vísi í dag að Fann­ey Birna sé ekki lengur í Silfrinu og ekki sé út­lit fyrir að hún verði það í vetur. Segir hann að Egill Helga­son muni sjá um þáttinn í vetur á­samt af­leysinga­fólki.