Knattspyrnuparið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eiga von á dreng. Frá þessu greinir Fanndís í færslu á Instagram í gær.

Fanndís sýnir frá því þegar dóttir þeirra opnar kassa með bleikum og bláum borðum og upp svífa bláar blöðrur úr kassanum.

Eyjólfur virðist einkar ánægður með fréttirnar en hann setti hendurnur í bænastöðu þegar hann sá bláá litinn.

Fyrir á parið dótturina Elísu, sem fæddist 1. Febrúar 2021.

Lífið á Fréttablaðinu óskar parinu til hamingju!