Áströlsk kona fékk ó­væntan glaðning þegar hún kom heim á dögunum en hún tók eftir því að ekki væri allt með felldu við jóla­tréð sem hún var búin að setja upp. Fljót­lega sá hún að kóala­björn hefði komið sér fyrir í trénu.

Konan, Amanda McCormick, greindi frá málinu á Facebook síðu sinni síðastliðinn miðvikudag en þar sagði hún að kvöldið hafi verið spennandi. „Gleðileg jól öllsömul og takk litli kóala vinur fyrir að líta við,“ sagði McCormick.

This is the most exciting Wednesday night I’ve ever had! Merry Xmas everyone & thanks little Koala buddy for dropping by! 🐨🎄😍

Posted by Amanda McCormick on Miðvikudagur, 2. desember 2020

Töldu að um símaat væri að ræða

McCormick hafði strax sam­band við dýra­at­hvarfið 1300Koalaz, en at­hvarfið greindi frá því að þau hafi fyrst haldið að um síma­at væri að ræða.

„En nei, kóala­björn sem vildi í ör­væntingu komast í jóla­andann hafði ráfað inn á heimili Amanda McCormick og á­kveðið að hann vildi vera álfur á jóla­trénu,“ segir í færslunni en at­hvarfið birti einnig myndir af dýrinu á trénu.

Fólk varist að hreyfa við dýrunum sjálft

Sam­kvæmt frétt CNN um málið er ekki ó­þekkt að kóala­birnir ráfi inn á heimili en það sé hins vegar ekki al­gengt. Um var að ræða kven­kyns kóala­björn en henni var sleppt fyrir utan heimilið.

Einn af stofn­endum at­hvarfsins segir að vel hafi tekist að koma dýrinu af heimilinu en hún varaði við því að fólk sem þekki ekki til kóala­bjarna hreyfi við þeim.

„Eins krútt­legir og þeir kunna að vera þá eru þeir með mjög langar klær og beittar tennur.“

🎼Tis the season to be jolly Koalalalala Lalalala 🎵 This evening our hotline operator took a call. ...

Posted by 1300Koalaz on Miðvikudagur, 2. desember 2020