Þeim er margt til listanna lagt sem sitja í fangelsum landsins. Á Facebook-síðu Fangaverk, netverslunar með vörur sem framleiddar eru í íslenskum fangelsum, er sýnt verk eftir fanga á Hólmsheiði sem lokið var í dag.

Það er glæsileg eftirlíking af Hallgrímskirkju sem gerð er úr grillpinnum.

Kirkjan er hin glæsilegasta.
Mynd/Fangaverk

Kirkjan er 115 sentimetrar að hæð, 102 sentimetrar á breidd og 115 sentimetrar á lengd. Mótið fyrir kirkjunni var handgert úr pappa og síðan klætt með grillpinnum.

Gerð verksins tók fangann þrjá mánuði og mikla þolinmæði. Alls fóru 9300 grillpinnar í það.

Fanginn eyddi þremur mánuðum í smíðina
Mynd/Fangaverk

Einu verk­færin sem fanginn nýtti sér voru sand­pappír, nagla­klippur og dúka­hnífur. Grill­pinnarnir voru litaðir í bökunar­ofni með matar­olíu.

„Það er stór­kost­legt að sjá loka­út­komuna en þessi hug­mynd kemur frá fanga sem hafði á­kveðnar hug­myndir af því sem hann langaði til þess að gera. Magnað ekki satt?“ segir í Face­book-færslu Fanga­verks.