Leið­sögn um sýninguna Æðar­rækt fer fram í Nor­ræna húsinu á fimmtu­daginn klukkan 17. Þar mun annar af sýningar­stjórum sýningarinnar, Rúna Thors, og lista­maðurinn Ey­gló Harðar­dóttir leiða gesti um sýninguna.

„Þetta byrjaði í rauninni 2018 þegar Æðar­ræktar­fé­lagið leitaði til mín um að vinna verk­efni í kringum af­mæli fé­lagsins,“ segir Rúna, sem hófst handa á­samt Tinnu Gunnars­dóttur og Hildi Stein­þórs­dóttur. „Á sýningunni eru verk eftir lista­fólk frá Ís­landi, Dan­mörku og Noregi að vinna út frá þessum heimi æðar­ræktar.“

Rúna segir að í tengslum við sýninguna hafi þau heim­sótt æðar­varp og æðar­bændur til að kynna sér hefðina.

„Á Ís­landi erum við að tína og hreinsa 75 prósent æðar­dúns í heim­inum í dag. Það sem við heilluðumst öll svo mikið af var þetta sam­band á milli æðar­fuglsins og bóndans,“ segir hún. „Þetta er mjög náið sam­band þar sem bóndinn ver fuglinn gegn vargi og fær að launum dúninn. Það er enginn sem meiðir fuglinn sem missir dúninn þegar hann liggur á eggjum til þess að hitinn frá bringunni komist að eggjunum.“

Sýningin hófst í Nor­ræna húsinu í maí og stendur yfir til 31. júlí en flytur svo austur á land og verður sett upp á Svavars­safni á Höfn í Horna­firði 16. septem­ber.