Lífið

Fallegt hús í Laugardalnum seldist fyrir opið hús

Glæsileg íbúð í Laugardalnum seldist áður en hægt var að halda opið hús.

Íbúðin er á tveimur hæðum. Mynd/ Garún

Glæsilegt útsýnisíbúð við Laugarásveg 17a seldist áður en hægt var að halda opið hús. Íbúðin er 154 fermetrar og er sögð mikið endurnýjuð. Íbúðin er vel staðsett og með frábært útsýni. „Þú getur næstum séð Hannes verja í markinu,“ segir í auglýsingu.

Forstofan er rúmgóð og flísalögð, og er gengið inn í bjart og opið hol þar sem gengið er inn í svefnherbergin. Hjónaherbergið sem snýr í suður er með svölum og sérsmíðuðum fataskáp. Öll herbergin er sögð vera með stóra og veglega glugga.

Íbúðin er fallega innréttuð. Mynd/ Garún

Á efri hæðinni er opið rými sem skiptist í stofu og borðstofu. Stórir gluggar snúa í norður, austur og suður og er útsýnið stórkostlegt. Eldhúsið er með stórum norðurglugga og er nýlega innréttuð með ítölskum marmaraflísum.

Um er að ræða fallega og vel skipulagða íbúð á frábærum stað, enda seldist hún áður en hægt var að opna opið hús. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hlaðvarp um krabbamein

Fólk

Bill Burr til Íslands

Auglýsing

Nýjast

Billy Idol orðinn banda­rískur ríkis­borgari

Leynigestur með blómvönd gerði allt vitlaust

Þrýstu á Carell um endurkomu The Office

Sá sterki yfirleitt í stuttbuxum

Flett ofan af Baldri Muller á stjórnmálaspjallinu

Pandan Bei Bei bregður á leik í snjónum

Auglýsing