Blink-182 trommuleikarinn Travis Barker og eiginmaður raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian birti myndir af einstaklega fallegu heimili hans og þriggja barna hans á Instagram í gær.

Húsið sem er hannað af arkítektarfyrirækinu Architectural Digest er staðsett í einu dýrasta úthvefi Kaliforníu í Bandarikjunum, Calabas.

Meðal annarra stjórstjarna sem búa í hverfinu er sem dæmi tónlistarmaðurinn Drake, Justin Bieber, Miley Cyrus og Selena Gomez.

Travis og Kourney giftu sig í annað skipti síðustu helgi, en þau létu pússa sig saman við afar fámenna athöfn í dómshúsinu í Santa Barbara, Kaliforníu mánuði eftir að þau giftu sig óformlega í Elvis-kapellunni í Las Vegas.

Parið byrjaði saman í ársbyrjun 2021 og bað Barker, Kardashian október sama ár.

Travis á þrjú börn úr fyrra sambandi, þau Landon, Alabama Barker og Atiana De La Hoya. Það sama á við um Kourtney sem á börnin Mason Dash, Penelope og

Reign Aston með Scott Discik.