Úlpur í jarðlitatónum og haustlegum litum verða vinsælar í vetur. Dökkgrænar úlpur halda áfram að vera sérstaklega áberandi. Þær geta verið misþykkar en íslenski veturinn krefst þess oftast að fólk eigi eitt stykki mjög hlýja úlpu, svona yfir kaldasta tímann.

Það er sniðugt að velja úlpu í stíl og lit sem passar við flestan fatnað, þar sem maður fer nánast ekki úr úlpunni þegar viðrar verst og kuldinn er mikill. Víðar eða svokallaðar „oversized“ úlpur eru vinsælar samkvæmt erlendum tískumiðlum. Það er á sinn hátt hentugt því þá er auðvelt að klæða sig upp og niður í lögum eftir veðri.

Gestur á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í fallegri drapplitaðri síðri úlpu.
Jenni­fer Amanda í sérhannaðri úlpu frá We­loveparka.
Verið ekki hrædd við smá bjartari liti í bland við jarðtónana.
Gestur í fallegri úlpu með áberandi loði á tískuvikunni í París.
?Tékkeski bloggarinnBarboraOndrackova í fall­egri úlpu í Berlín.
Ada Kokosar í Shearling-úlpu í stíl við kjólinn í París.
?Dökk- og hermannagrænar úlpur eru áfram mjög vinsælar og klassískar.
?Fyrirsætan Toby Huntingd­on-Whiteley í úlpu frá Belstaff.myndir/getty
Shearling-úlpur eru fallegar, hlýjar og töff.