Edda Falak fer ekki fögrum orðum um veitingarnar á sóttvarnarhóteli í Reykjavík. „Það er lawsuit á þenan kokk,“ segir hún og sýnir fimmtán sekúndna myndskeið þar sem kunninginn opnar hvern bakkann á fætur öðrum.

Fylgjendur hennar virðast sammála henni. „Þetta var allt í lagi þegar allir voru með delta og enginn fann bragð,“ segir einn. Annar fullyrðir að matreiðslumaðurinn sem kom að veitingunum hafi ekki farið í skóla að elda, „Það sést,“ segir hann.

„Ef þunglyndi væri matur,“ segir annar.