Talið er að falafel eigi uppruna sinn í Egyptalandi en breiddist síðan hratt út um Miðausturlönd. Hægt er að kaupa falafel á hverju götuhorni á þessum slóðum og gjarnan hjá götusölum. Falafel er upplagður kvöldmatur ef enginn er í stuði fyrir kjöt eða fisk.

Hér er uppskrift sem er mjög bragðmikil og góð. Hún miðast við fjóra.

500 g niðursoðnar kjúklingabaunir

1 laukur, fínt skorinn

3 stór hvítlauksrif, fínt skorin eða pressuð

2 msk. kartöflumjöl

2 tsk. cumin

2 msk. kóríanderfræ, ristuð og möluð í mortéli

½ tsk. chilli-pipar

¼ tsk. kardimommur

½ dl hökkuð steinselja

½ dl ferskt kóríander, smátt skorið

½ tsk. salt

Nýmalaður pipar

Olía til að steikja

Meðlæti:

Flatbrauð

Hummus

Salat

Agúrka

Tómatar

Rauðlaukur

Söxuð blaðsteinselja

Dressing

2 msk. tahini

2 msk. sítrónusafi

2 dl grísk jógúrt

1 hvítlauksrif, pressað

Hellið vökvanum af baununum. Skolið þær í köldu vatni og þerrið. Setjið í matvinnsluvél með lauk og hvítlauk og maukið. Bætið við kartöflumjöli (má vera hveiti), cumin, kóríanderfræjum, chilli og kardimommum. Maukið allt saman í gott deig og bragðbætið með salti og pipar.

Mótið deigið í bollur, litlu stærri en sænskar kjötbollur. Steikið upp úr olíu.

Hrærið öllu saman sem á að fara í dressinguna og berið fram með bollunum ásamt brauðinu, salati, hummus, gúrkum, tómötum, rauðlauk og chilli-pipar.

Gott flatbrauð

Þetta brauð passar einstaklega vel með falafel og grænmeti. Uppskriftin á að duga í sex brauð.

25 g pressuger

3,5 dl volgt vatn

1 msk. sykur

500 g hveiti

½ msk. vatn

2 msk. olía

Látið gerið í volgt vatnið og látið leysast upp með sykrinum. Setjið hveiti, salt og olíu í hrærivél og notið hnoðara. Bætið gerinu og vatninu saman við og hnoðið. Látið hefast undir plastfilmu þar til deigið hefur tvöfaldast.

Deilið deiginu í sex jafnstóra bolta og látið standa í tíu mínútur undir rökum klút. Fletjið hvern og einn út eins og pitsu. Deigið á að vera ½ til 1 cm á þykkt. Steikið brauðið á báðum hliðum á þurri heitri pönnu. Geymið það undir viskustykki þar til öll eru bökuð. Best er að bera þau fram glæný.