Lífið

Faðir Meg­han: „Dóttir mín er fal­leg og hamingju­söm“

Thomas Markle sendir dóttur sinni hjartnæma kveðju í tilefni dagsins.

Faðir Meghan Markle var ekki viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar í dag. Fréttablaðið/Samsett mynd

Thomas, faðir Meghan Markle liggur nú á sjúkrahúsi þar sem hann jafnar sig eftir hjartaaðgerð frá því fyrr í vikunni. Lengi vel stóð til að hann myndi leiða dóttur sína upp að altarinu en svo varð ekki og því tók Karl Bretaprins hlutverkið að sér.

Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á í fjölskyldu Meghan rétt fyrir brúðkaupið, en nú virðist allt vera komið í samt lag á ný.

 Sjá einnig: Meghan alveg eyðilögð

Faðir hennar segist vera eyðilagður yfir því að hafa ekki geta verið með dóttur sinni á þessu merka degi.  Hann sendi dóttur sinni hjartnæma kveðju í tilefni dagsins sem birtist meðal annars á Instagram.

Hún hljómar svona í lauslegri þýðingu;

„Dóttir mín er falleg og hamingjusöm. Ég vildi óska þess að ég hefði verið með henni í dag. Ég sendi þeim alla mína ást og óska þeim mikillar hamingju“

Móðir Meghan var eini fjölskyldumeðlimurinn hennar sem mætti í brúðkaupið í morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Eru orðin hertogahjónin af Sussex

Lífið

Tengdapabbi bjargar deginum

Lífið

Meghan alveg eyðilögð

Auglýsing

Nýjast

115 þús­und krón­a „skap­a­­tref­ill“ vek­ur lukk­u netverja

Idol-stjarna hand­tekin fyrir dreifingu heróíns

Hús með öllu í fyrsta sinn á Íslandi

Geir glæsilegur í galaveislu í Washington

Skálmeldingar hlustuðu á Sorgir

Stefnum í öfuga átt í geðheilbrigðismálum

Auglýsing