„Það er margt sem ber að hafa í huga þegar rými er hannað og innréttað, hvort sem það er verið er að gera upp gamalt eða innrétta í fyrsta skipti í nýju húsnæði. Við viljum nýta rýmið sem best og um leið hafa það fallegt fyrir augað og gera það að okkar,“ segir Stella.

Þegar að því kom að teikna og hanna eldhús fyrir Tönju, hvað var það sem skipti höfuðmáli í ferlinu?

„Það sem skipti höfuðmáli í hönnunarferlinu var að óskir og þarfir Tönju fengju að njóta sín. Hönnunin á eldhúsinu var færð til nútímans með upprunalegum arkitektúr að leiðarljósi. Húsið var byggt árið 1946 og því passa fulningafrontar vel þegar gamalt hús er gert er upp. Viðarfrontarnir dökku gefa rýminu mikinn karakter á móti hlýlega parketinu.

Það fyrsta sem við tókum ákvörðun um var efnisval á parketinu, en þar sem það er hlýlegt var það svart eldhús sem heillaði mest og gaf tóninn.

Efniviður í eyjunni þarf að passa vel við heildarmyndina með notagildi í huga.“

Þegar kom að því að velja lit á eldhúsið var hugað að hlýleikanum á móti svarta litnum í innréttingunni. Liturinn á eldhúsinu er KC14- Pale Beach, sem fæst í Flügger.

Tanja var með ákveðnar óskir um skipulag eyjunnar og fyrirkomulagið í eldhúsinu að sögn Stellu.

„Skipulagið var hannað í kringum eyjuna, en Tanja vildi hafa rúmgóða eyjuna sem myndi nýtast sem borð og vinnuaðstaða við matargerð. Óskalistinn var þannig settur upp að vaskurinn ætti að vera við gluggann svo hægt væri að njóta útsýnisins, búrskápur var æskilegur og eyjan átti að vera rúmgóð, með góðu vinnuplássi,“ segir Stella og bætir við að með þessum skipulagi hafi nýting á eldhúsinu verið sú besta.

„Upprunalega hugsuðum við að hafa helluborðið á eyjunni, en þegar leið á hönnunarferlið sáum við að borðplássið á eyjunni myndi nýtast betur sem vinnupláss, sem helluborðið annars tæki,“ segir Tanja og er alsæl með útkomuna.

Eldhústækin eru öll frá Miele og eru vönduð og stílhrein. Lýsingin skiptir miklu máli, en það þarf að vera möguleiki á því að hafa notalega birtu þegar það á við.8FRÉTTABLAÐIÐ/8ANTON brink

„Það skiptir fyrst og fremst máli að hugsa um eldhúsið sem vinnurými, þar sem allt þarf að vera aðgengilegt við daglega matargerð,“ segir Stella. Borðstofan og eldhúsið eru samtvinnuð og gefa rýminu fallega áferð. Falleg borðstofuhúsgögnin fanga augað og ljósið yfir borðstofunni er fremur nýstárlegt og er kallað veiðistöngin á heimilinu.

Barnaherbergið er fallegt og rómantískt. „Við vildum fyrst og fremst að barnaherbergið væri notalegt og myndi nýtast vel. Við leyfðum fötunum að vera sjáanleg enda á prinsinn mikið af fallegum fötum. Himnasængin settur svo punktinn yfir i-ið yfir rúminu og gefur herberginu þennan hlýleika,“ segir Tanja og bætir við að hér líði fjölskyldunni einstaklega vel.

Hundarnir voru forvitnir og fylgdust vel með ljósmyndaranum.
Barnaherbergið er notalegt og nýtist vel, fötin eru sjáanleg og rúm með himnasæng gefur herberginu hlýleika.
Hundarnir voru forvitnir og fylgdust vel með ljósmyndaranum.
Skemmtilegt hvernig Tanja hengir fötin upp.
Smáhlutirnir í eldhúsinu gleðja augað. Takið eftir glasarekkanum fyrir ofan borðið. Skemmtileg lausn. Tanja er ekki með efri skápa.
Eldhúsið og borðstofan eru samtvinnuð og því er gaman að horfa úr eldhúsinu á fallega borðstofuborðið og Hans Wegner stólana sem eru eins og hannaðir við borðið.