Nafn hennar er kannski ekki heimsþekkt en er vel þekkt meðal þeirra sem standa tískuheiminum nálægt. Hún hefur sýnt hönnun sína víða um heim þótt sá heimur hafi í raun lagst af í COVID-heimsfaraldrinum. Sabrina er arkitekt að mennt og sagt er að sjá megi í listsköpun hennar áhrif frá gömlu Rómarborg en hún er fædd og uppalin í borginni.

Sabrina var síðast með sýningu í febrúar þar sem hún kynnti vor- og sumartískuna 2020 á tískuviku í Róm í janúar. Hún fékk mjög góð viðbrögð hjá tískuáhugafólki sem mætti á sýninguna. Sabrina þykir sína mikinn karakter í hönnun sinni, sál og fegurð. Kvöldkjólarnir bera yfirbragð fágunar og stílhreinna lína eins og sjá má á þessum myndum.

Glæsilegt dress eftir Sabrinu sem sýnir vel þann fágaða stíl sem einkennir hönnun hennar.
Sabrina notar skart til að skreyta kjólana og setja skemmtilegan svip.
Sumir vilja sjá beina tengingu ?við fornu Róm í hönnun Sabrinu.
Stuttbuxur með fallegu síðu vesti yfir sem er skreytt fall­egu skarti.
Óvenjuleg flík en í stíl arkitektsins.
Látlaus kjóll en samt svo kvenlegur og fallegur. MYNDIR/GETTY