Chris Har­ri­son, fyrr­verandi stjórnandi þáttanna Bachelor/Bachelorette, birti um helgina fyrstu færsluna á sam­fé­lags­miðlum síðan hann til­kynnti að hann myndi ekki snúa aftur til að stjórna Bachelor eða Bachelorette þátta­röðinni.

Í færslunni fagnaði hann af­mæli kærustunnar sinnar, sjón­varps­konunnar Lauren Zuma, en hún varð 33 ára um helgina.

„Annað ó­trú­legt ferða­lag í kringum sólina með þessari fal­legu konu,“ sagði Har­ri­son og deildi mörgum myndum af ævin­týrum þeirra saman.

Hann tjáði henni ást sína og sagðist elska hana fyrir visku, styrk, við­kvæmni, ráð­leggingar, hlátur og þokka hennar.

„Eina konan sem getur verið „chic“ á meðan hún hermir eftir Voldemort,“ sagði hann og sagðist bíða spenntur eftir næsta ferða­lagi í kringum sólina.

Harrison og Zuma hafa verið saman frá því árið 2019.

Færsluna og myndirnar má sjá hér að neðan.