Meistara­flokkur kvenna KR í knatt­spyrnu færðu starfs­fólki á Land­spítalanum sem eru í fram­línunni gegn CO­VID-19 glaðning nú á dögunum í sam­starfi við Lemon. Með fylgdi ein­lægt bréf þar sem stelpurnar þökkuðu starfs­fólkinu fyrir sitt ó­eigin­gjarna fram­lag í bar­áttunni.

„Kærar þakkir fyrir ykkar ó­eigin­gjarna fram­lag í þeirri bar­áttu sem við heyjum nú. Í góðu sam­starfi með Lemon langaði okkur að leggja okkar af mörkum til þess að sjá til þess að þið fengjuð góða næringu á vaktinni,“ skrifa stelpurnar á Face­book.

„Með ást og virðingu fyrir öllu því sem þið gerið, fyrir alla þjóðina, Meistara­flokkur kvenna KR í knatt­spyrnu.“

„Við hjá Mfl.KR kvk viljum þakka öllum þeim sem eru í fram­línunni kær­lega fyrir. Við erum með tvo leik­menn úr okkar liði sem eru í þessum frá­bæra hóp, þær Katrín Ás­björns @katrinas­bjorns og Þór­dís Hrönn @thor­dish . Við erum ó­trú­lega stoltar af þeim og þeirra fram­lagi. Við á­kváðum því í sam­starfi við Lemon @lemoniceland að senda þeim smá glaðning og færðum þeim sam­lokur og djús á deildirnar þeirra á Land­spítalanum.

Við skorum á mfl karla KR @krreykja­vik1899 og mfl kvk Stjörnunnar @stjarnan.mfl­kvk að láta gott af sér leiða og gefa til fram­línunnar því öll þekkjum við ein­hvern sem er að berjast fyrir okkur!“