Grín­istinn Pete David­son frum­sýndi nýtt tattú sem virðist vera til­einkað kærustu hans, raun­veru­leika­stjörnunni Kim Kar­dashian.

Kim, sem var áður með rapparanum Kanye West byrjaði að hitta David­son á síðasta ári og virðist parið vera yfir sig ást­fanginn ef marka má sam­fé­lags­miðla þeirra beggja.

Nýja tattúið hans David­son eru stafirnir KNSCP og er það á hálsinum hans. Að­dá­endur parsins hafa spekúlerað að K standi fyrir Kim, en restin af stöfunum eiga víst að vera fyrir börn Kim, North, Saint, Chi­cago og Psalm.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem David­son fær sér tattú sem er til­einkað Kim, en hann er með „My Girl Is A Lawyer“ eða „Kærastan mín er lög­fræðingur“.

Twitter/@GotDaScoop