Katla Hreiðarsdótti hönnuður og eigandi Volcano Design og Systur&Makar og sambýlismaður hennar, Haukur Unnar Þorkelsson eiga von á sínu fyrsta barni saman, þau eru í þessum töluðu orðum upp á fæðingardeild.

Katla á stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hún var gengin tólf daga fram yfir í dag og því átti að setja hana af stað. Hún fór að finna fyrir verkjum í morgun og hefur verið með beint streymi í story hjá sér á Instagram.

„Mér tókst að sofa í gærkvöldi frá klukkan sex til níu. Klukkan svona hálf elllefu í gærkvöld byrjuðu mjög óreglulegar hríðar. Núna er klukkan tíu mínútur yfir sjö og ég held að ég sé að fara af stað sjálf. Mér líður vel en þetta er alveg ... vont," sagði Katla í morgun.

Katla fór upp á spítala um klukkan níu, fékk fæðingarstofu en vegna Covid-19 mátti Haukur ekki vera með henni. Það er gert til að passa upp á að sem fæstir starfsmenn séu í samskiptum við gesti.

„Ég vildi óska þess að hann mætti vera með mér, þetta eru asnalegir tímar. Það er erfitt að vera að gera þetta í fyrsta skipti og vera alveg ein."

Katla er mikill húmoristi en henni fannst erfitt að Haukur mætti ekki vera hjá henni á fæðingarstofunni.
Fréttablaðið/Skjáskot

Má heyra öskrin í næstu stofu

Á meðan Katla var að bíða eftir að hún færi af stað mátti heyra mikil öskur í næstu stofu en þar var fæðing í gangi.

„Þetta var nú svollítið sætt, eftir dramatísk öskur í nokkuð langan tíma mátti heyra barnsgrátur," segir Katla meyr.

Í nýjustu færslunum, fyrir tveimur tímum var Haukur kominn inn í stofu til hennar, allt að gerast og fæðingin komin af stað. Fyrir forvitna er hægt að fylgjast með á Instagram síðunni Systurogmakar.

Átti erfitt með að eignast barn

Katla hefur verið mjög opinská um erfiðleika sína við að eignast barn. Hún gekkst undir tvær aðgerðir og missti fóstur tvisvar sinnum áður en hún varð ólétt á þessu ári. Hægt er að lesa færsluna hér.

View this post on Instagram

Eða hvað heldur þú? Skjóttu á fæðingardag og kyn núðlunnar og þú kemst í pottinn og gætir unnið 50.000.- króna gjafabréf frá Systur&Makar, árs aðgang að einkaklúbbi Kristu Ketó og gjafakörfu með skarti og gjöfum úr versluninni! Einnig kunnum við sérstaklega vel að meta ef þú deilir instagram aðgangi @systurogmakar þar sem við leyfum þér að fylgjast með gangi mála.. hvort sem það sé úr versluninni, saumastofunni, ferlinu í íbúðinni í Mjósundi eða komu núðlunnar! (Sko, þetta instagram og facebook okkar er hvort eð er orðið svo skemmtilega ruglað, mjööög persónulegt í bland við business.. er ekki alveg eins gott að hafa svolítið gaman að þessu 🤷🏼‍♀️ þið sem fylgist með eruð hvort eð er inní öllu okkar brasi 😉❤️) Ps. Settur dagur er 14. Okt og við höfum ekki hugmynd um kynið 🤷🏼‍♀️ Taktu þátt og þú gætir unnið! 🥳

A post shared by Systurogmakar (@systurogmakar) on