Steins­bær á Eyrar­bakka, fæðingar­staður Guð­mundar Steins­sonar leik­skálds, hefur verið boðinn til sölu af fast­eigna­sölunni Ár­borgum á 17,9 milljónir. Fasteignamat hússins er 15,15 milljónir og brunabótamat er 6,8 milljónir.

Guð­mundur Steins­son var eitt þekktasta leik­skáld þjóðarinnar en hann skrifaði meðal annars leik­ritin Sólar­ferð, Stundar­frið og Lúkas. Guð­mundur var giftur Krist­björgu Kjeld, leik­konu, en hann lést árið 1996, þá 71 árs að aldri.

Guðmundur Steinsson fæddist í Steinsbæ árið 1925.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Emil Þór Sigurðsson

Burstabær byggður 1912 af landsþekktum skipasmiði

Steins­bær var byggður árið 1912 af lang­afa Guð­mundar, Steini Guð­munds­syni, sem var lands­þekktur skipa­smiður og smíðaði meðal annars ára­skipið Far­sæl, sem er einn helsti sýningar­gripur Sjó­minja­safnsins á Eyrar­bakka. Húsið er 64,4 fer­metra gamall bursta­bær úr timbri þar sem bú­skapur var áður stundaður.

Í lýsingu Árborga stendur:

„Að innan skiptist það í for­stofu, bað­her­bergi, stofu, svefn­her­bergi eld­hús og svefn­loft. Kjallari er undir hluta húsins og þar eru inn­tök og lagnir og hægt að nýta sem geymslu. Panel er á lofti og veggjum, parket á gólfi. Lítill eld­hús­krókur með elda­vél og vask.“

Mynd/Árborgir Fasteignasala
Mynd/Árborgir Fasteignasala
Mynd/Árborgir Fasteignasala