Barn fæddist haldandi á getnaðarvörn móður sinnar. Ótrúlegar myndir náðust af nýfæddum dreng á sjúkrahúsi í Hai Phong í Víetnam nýverið þar sem hann fæddist haldandi á koparlykkju móður sinnar.

Þegar koparlykkjan er rétt staðsett í legi konu kemur hún í veg fyrir að sáðfrumur nái á frjóvga eggið ásamt því að breyta legslímhúðinni þannig að frjóvgað egg festist ekki í leginu. Í þessu tilfelli var koparlykkjunni komið fyrir árið 2018, er talið að ekki rétt hafi verið staðið að því.

Nguyen Thanh Hoi, forstjóri spítalans, sagði við dagblaðið Tuoi Tre að barnið hafi fæðst 3,3 kíló og sé heilbrigt. Er drengurinn þriðja barn foreldra sinna. Bætti Hoi við að hann hafi „skilað“ foreldrum sínum lykkjunni skömmu eftir fæðinguna.

Sonur Lucy Hellein frá Alabama fæddist haldandi á hennar lykkju árið 2017.
Mynd/Lucy Hellein

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þriðja barnLucy Hellein frá Alabama fæddist haldandi á hennar lykkju árið 2017. Lykkjan sást hvergi við ómskoðun en kom síðan í ljós við keisaraskurð að sonur hennar hélt á lykkjunni.