Söng­konan Stefanía Svavars­dóttir eignaðist dóttur með Benja­mín Nátt­merði Árna­syni gítar­leikara síðasta föstudagskvöld. Það var ekki mikill fyrir­vari á komu stúlkunnar í heiminn, raunar svo lítill að minnstu munaði að hún fæddist ofan í klósettið.

Stefanía sagði frá fæðingunni á Face­book í gær. „Þegar ég var ný­búin að bölva ó­þolin­móð fæðingar­til­kynningum um börn sem skjótast hratt í heiminn þá gerði þessi sér lítið fyrir og mætti í 2 rembings­hríðum á ógnar­hraða næstum ofan í klósettið, ég rétt náði að standa upp og ljós­móðirin að grípa hana,“ skrifar Stefanía.

„Hún lítur alveg eins út og bróðir hennar gerði, okkur heilsast báðum ó­trú­lega vel og við getum ekki beðið eftir að kynnast þessari drauma­dís.“

Dóttir okkar kom í heiminn í gærkvöldi þann 11.12.20 kl 19:25, 18 merkur og 53 cm af fullkomnun ❤️ Þegar ég var nýbúin...

Posted by Stefanía Svavarsdóttir on Saturday, 12 December 2020