Thomas Mark­le, faðir her­toga­ynjunnar Meg­han Mark­le, hefur komið sjálfum sér til varnar í breskum fjöl­miðlum eftir að hafa sent breska miðlinum Mail on Sunday bréf sem Meg­han sendi honum og parið er nú í mála­ferlum vegna. Þetta kemur fram á vef E News.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá er parið nú í mála­ferlum við breska miðilinn fyrir brot gegn einka­lífi sínu með birtingu um­rædds bréfs. Sagði Harry í til­kynningu að hann óttaðist að sagan myndi endur­taka sig og vísaði í ó­vægna um­fjöllun breskra götu­blaða um móður sína.

Thomas segir að hann hafi orðið að opin­bera bréfið vegna þess að farið hafi verið með fleypur um efnis­at­riði bréfsins. Vísaði hann þar meðal annars í við­tal við vini Meg­han. Sam­band fegðinanna hefur verið stirt í þó nokkurn tíma.

„Ég á­kvað að gefa út hluta af bréfinu vegna greinarinnar frá vinum Meg­han í Peop­le tíma­ritinu,“ segir Thomas. „Ég verð að verja sjálfan mig. Ég gaf bara út hluta af bréfinu því að hinir hlutarnir voru svo sárs­auka­fullir. Bréfið virtist ekki ást­ríkt fyrir mér. Mér fannst það særandi.“

Í um­ræddu við­tali sagði vinurinn að Thomas hefði svarað dóttur sinni með löngu bréfi sem hann hefði lokið með því að biðja um mynd með henni. „Og henni finnst þetta bara vera í and­stöðu við það sem hún er að biðja um. Að þau spjalli ekki saman í gegnum fjöl­miðla og svo biður hann um þetta.“

Þá segir Thomas það fjarri sann­leikanum að hann hafi fengið greitt fyrir birtingu bréfsins. „Ég þekki ekki mann­eskjuna sem skrifaði bréfið en ég elska enn­þá dóttur mína. Allt sem þyrfti er eitt sím­tal og þessi klikkun myndi hætta.“