Errol Musk hefur nú viðurkennt að hann á tvö börn með stjúpdóttur sinni. Errol er faðir ríkasta manns heims, Elon Musk.

Breski miðillinn The Sun greinir frá þessu, en í viðtali við miðillinn segir hann að „eina hlutverk sitt á jörðinni væri að fjölga sér,“

Errol Musk er 76 ára gamall, en barnsmóðir hans, Jana Bezuidenhout, er 35 ára. Errol var giftur móður Jönu í átján ár og eiga þau einnig tvö börn saman. Hann ól Jönu upp frá fjögurra ára aldri.

Barnið sem Errol viðurkennir nú að eiga með Jönu fæddist árið 2019, en líkt og áður segir eiga þau nú tvö börn saman, en greint var frá fyrstu barneigninni árið 2018.

Samkvæmt The Sun varð sonurinn, Elon Musk, æfur þegar hann heyrði af barneignunum, en hann og Jana ólust upp saman. Árið 2017 lýsti Elon föður sínum sem „hræðilegri“ mannsekju og hélt því fram að æskan sín hefði verið „sársaukafull og einangrandi“.