Þrátt fyrir að vera ekki lengur lögráðamaður Britney Spears sinnar er faðir hennar Jamie ekki hættur að seilast í vasa hennar. Í síðustu viku lagði hann fram gögn til dómara þar sem krafist er þess að bú Britney greiði lögfræðikostnað hans. Variety greinir frá.

Lögfræðikostnaðurinn sem Jamie vill fá greiddan er vegna lausnar hans úr starfi lögráðamanns. Lögmaður Britney, Mathew Rosengart, segir kröfuna „viðurstyggilega“.

„Herra Spears hefur hagnast um margar milljónir dollara þar sem hann gegndi starfi lögráðamanns Britney og borgaði lögfræðingum sínum margar milljónir til viðbótar, allt þökk sé vinnu Britney“, sagði Rosengart í yfirlýsingu til Page Six.

„Lögráðamannshlutverkinu er lokið og herra Spears rekinn með skömm. Undir þessum kringumstæðum er krafa hans ekki einungis án nokkurrar lagastoðar, hún er auk þess viðurstyggileg. Britney bar með áhrifaríkum hætti vitni um sársaukan sem hún varð fyrir af hálfu föður síns og þetta eykur hann aðeins. Þetta er ekki það sem faðir sem elskar dóttur sína gerir.“