Förðunar­fræðingurinn Maxi segir söng­konuna Brit­n­ey Spears vera fórnar­lamb ráða­bruggs sem minnti helst á distópíu Hand­ma­ids´s Tale. Maxi, sem hefur starfað með söngkonunni, full­yrti að Brit­n­ey hefði nú þegar eignast barn ef ekki væri fyrir sjálf­ræðis­sviptinguna en kvaðst ekki mega upp­ljóstra neinum smá­at­riðum um málið.

Strangar reglur föðurins

Árið 2008 var Brit­n­ey svipt sjálf­ræði og hafa Jamie Spears, faðir Brit­n­ey, og lög­­fræðingurinn Andrew Wal­let verið lög­ráða­­menn hennar síðan.

„Ég get sagt ykkur að til þessa dags stjórna þeir hvort hún má eignast barn eða ekki, hvort hún má giftast eða ekki og hvernig vinir hennar eru. Það eru stórir hlutir,“ sagði Maxi í hlað­varpinu Cala­ba­bes í vikunni.

Britney Spears og kærasti hennar Sam Ashgari, hafa verið í sambandi í rúm fjögur ár.
Fréttablaðið/Getty

Ætti barn í dag

Brit­n­ey hefur lengi viljað losna undan samningnum sem var settur í gildi þegar hún var svipt sjálf­ræði fyrir tólf árum að sögn bróður hennar, Bry­an Spears. Söng­konan hefur verið í sam­bandi með einka­þjálfaranum Sam Ashgari frá árinu 2016 og vill hefja líf fjarri ströngum skil­yrðum föður síns.

„Við erum að tala um svona Hand­ma­id´s Tale hluti sem eru gerðir til að koma í veg fyrir að hún eignist barn,“ í­trekar Maxi. „Ég má ekki fara of djúpt í það og ég ætla ekki að greina frá því.. en ég get full­yrt að hún væri búin að eignast barn núna.“

Lík­lega væri hún einnig gift kærasta sínum, Ashgari, og væri um­kringd vinum og vanda­mönnum.

Frelsum Brit­n­ey

Hreyfingin Frelsum Brit­n­ey hefur farið vaxandi á síðustu mánuðum og hafa að­dá­endur söng­­konunnar reynt að vekja at­hygli á því að Brit­n­ey sé fangi föður síns og lög­manna. Hreyf­ing­in hef­ur meðal annars biðlað til Hvíta húss­ins að veita henni sjálf­ræði á ný og hafa tugir þúsunda skrifað und­ir á­skor­un­ina.